October 29, 2007

snjór snjór

Hæhæ
Jæja þá er veturinn kominn en spurning hvað hann verður lengi í Reykjavíkurborg og nágrenni, en samt hann er kominn og krakkarnir geggjað hressir á morgnana því það er snjór úti..
Fór einmitt með Vigfús Bjarka áðan út að leika og það var auðvita strax beðið um það að gera snjókarl en það var nú ekki míkill snjór þannig að við gerðum bara litla snjókarla og var það betra en ekkert:) En hann var voða kátur að leika svona í snjónum, stelpan hefur ekki sést heima í allan dag, hún fór að leika með Hörpu og er svo gaman að leika að það gleymist að það þarf líka að vera heima.... Fór smá rúnt í dag í Hafnarfirði og keyrði framhjá dekkjarverkstæðinu á reykjavíkuvegi, ég hélt fyrst að það hafi verið árakstur því það var alveg hrúan af bílum á götunni en það var ekki það, fólk var að fara setja vetradekkin undir guð minn góður ekki mundi ég nenna þessu að bíða svona, heyrði í einum áðan sem var í þessari röð og hann var búinn að vera þarna í 3 tíma...
Jæja best að fara gera matinn klárann og setja strákinn í bað
Bið að heilsa í bili
kv Arna Rut

No comments: