October 26, 2007

Þóra Sóley og Vigfús Bjarki

Vog 23 sept-23 oktBörn í vogarmerkinu eru oft glaðleg og broshýr og eru oftar en ekki börnin sem fá bros frá hinum sem bíða á biðstofu læknisins. Þau eru sjarmerandi og heilla aðra upp úr skónum. Félagslyndi einkennir vogina frá fyrstu tíð og litla vogin elskar að hafa margt fólk í kringum sig. Vogarbarn sem þarf að búa við einangrun getur orðið geðstirt, innhverft og óöruggt en þegar allt leikur í lyndi er það opið og hresst. Vogin á mjög erfitt með að gera upp hug sinn og virðist oft hafa lítinn viljastyrk. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hjálpi voginni að rækta með sér sjálfstæði og ákveðni meðal annars með því að fela henni ákveðin verkefni sem reyna á ákvarðanatöku. Líklegt er að Vogin spyrji álits og því er hægt að svara með því að spyrja: “Hvað finnst þér?” Síðan þarf að gefa henni næði til að vega og meta hlutina áður en hún tekur ákvörðun. Vogin er listræn í eðli sínu og mikilvægt að hlúa að þeim eiginleikum og skapa henni aðstöðu til að þroska listræna hæfileika sína.
Bogamaður 22 nóv-21 des
Lítill fjörkálfur hefur litið dagsins ljós. Bogmannsbarnið er að öllu jöfnu glaðlegt og jákvætt og þægilegt í návist. Það þarf mikla hreyfingu og líklegt er að það fari snemma að ganga og skoða heiminn því bogmaðurinn er merki ferðalaga og strax í bernsku birtist þörfin fyrir ævintýraferðir af ýmsu tagi. Litlu bogmannskrílin þurfa að hafa gott pláss til að hreyfa sig en ef þau fá ekki útrás fyrir orku sína verða þau eirðarlaus og uppstökk. Bogmenn hafa yfirleitt yndi af íþróttum og hið dæmigerða bogmannsbarn er iðulega á kafi í alls konar íþróttaiðkunum. Listin að ala upp bogmann er fólgin í því að finna jafnvægi á milli frelsisþarfar annars vegar og ábyrgðarkennar og aga hins vegar. Foreldrar ættu að veita honum aðhald og venja hann á að ljúka því sem hann er að fást við áður en hann byrjar á nýju verki. Hann á það til að vera mjög fljótfær og nokkuð kærulaus og því þarf að hjálpa honum að þroska með sér dómgreind og skynsemi. Bogmannsbarnið verður mikið á ferðinni og um leið og það fer að komast sjálft ferða sinna leggur það í ferðalag um nágrennið og síðan lengra þannig að það getur verið erfitt að hafa stöðugt augun á þessu barni. Góða ferð.
linkurinn til að sjá merki krakkana er
http://groups.msn.com/Krakkarnirokkar/stjrnumerkin.msnw
Kv Arna Rut

Arna Rut og Ingvar Már

Fiskar 19 feb-20 mars "Ingvar Már"
Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík og fatastíllinn er afar persónulegur, oft með frumlegu mynstri og sniði eða á hinn bóginn gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótum og fótabúnaði, sem getur einkennst af sömu öfgum og annar fatnaður, en fætur Fisksins eru oft fallega lagaðir og nettir. Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. Fiskarnir eru einkar uppteknir af þjáningum annarra, og reyndar líka sínum eigin, og margir í þessu merki finna hjá sér þörf fyrir píslarvætti. Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, en láta sig oft reka með straumnum og eru litlir baráttumenn, enda eiga þeir bágt með að vinna markvisst. Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, en stundvísi er ekki þeirra sterkasta hlið. Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóðlist eða rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eða vinna við kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögðum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á þeim vettvangi gætu veitt þeim mikla ánægju. Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum.Helstu einkenni fiska:Draumlyndir, tilfinningasamir, skilningsríkir, friðsamir, nærgætnir og næmir, gleymnir, víðsýnir, fjölhæfir, hæfileikaríkir, sterkt innsæi, flýja ábyrgð, eiga til að fresta óþægilegu, áhrifagjarnir, gott ímyndunarafl, sterka aðlögunarhæfni, mjúkar hreyfingar, fórnfúsir, hættir til veruleikaflótta, rótlausir, mislyndir og samúðarfullir.
Lykilorð: Upphafning
Pláneta: Neptúnus
Höfuðskepna: Vatn
Litur: Sægrænn
Málmur: Tin
Steinar: Ametýst, ópall
Líkamshluti: Fætur, sogæðakerfi
Frægir fiskar: Cindy Crawford, Michelangelo, Glenn Miller, Fabio, Peter Fonda, Árni Johnsen, Kurt Russel, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Nat King Cole.

Bogamaður 22 nóv-21 des " Arna Rut"
Bogmenn hafa hátt enni og beinar augabrýr. Þeir klæðast gjarnan íþróttagöllum eða öðrum tilgerðarlausum fatnaði, en eru sjaldnast hirðuleysislegir. Bogmenn eru gjarnan miklir matmenn, en þeir eru líka mikið gefnir fyrir íþróttir, svo þeir fara yfirleitt ekki að fitna fyrr en upp úr miðjum aldri, þegar þeir hætta að hreyfa sig eins mikið. Bogmenn hafa einlæga ást á sannleika og réttlæti, en hættir til að láta skoðanir sínar alltof opinskátt í ljós, iðulega óumbeðnir! Bogmenn hafa líka djúpa þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring sinn og hafa því mörg áhugamál, auk þess sem þeir hafa sérstakt dálæti á ferðalögum. Þeir eru lífsglaðir, opnir og hreinskilnir mannvinir, en hafa litla þolinmæði með smávægilegum vandamálum hversdagslífsins. Þeir hafa lítinn áhuga á fjármálum og helst iðulega illa á peningum, enda margir Bogmenn veikir fyrir fjárhættuspilum. Bogmenn velja sér oft starf þar sem þeir eru mikið á ferð og flugi. Þeir eru fyrirtaks leiðsögumenn, íþróttamenn eða íþróttaþjálfarar eða jafnvel áhættuleikarar í kvikmyndum, en þeir væru líka í essinu sínu ef þeir ynnu í spilavíti! Bogmenn þola síst af öllu yfirborðsmennsku og mættu oft tileinka sér meira umburðarlyndi gagnvart almennum kurteisisvenjum og siðum.Helstu einkenni bogmanna:Fróðleiksfýsn, eirðarlausir, bjartsýnir jákvæðir, taka áhættur, auðugt ímyndunarafl, samúðarfullir, fljótfærnir, ábyrgðarlausir, ósjálfstæðir, hressir, hafa frelsisþörf, gamansamir, opnir, glaðlyndir, þörf fyrir fjölbreytni, skortir sjálfsaga, hreinn og beinn, einlægur, athafnasamur.
Lykilorð: Innsæi
Pláneta: Júpíter
Höfuðskepna: Eldur
Litur: Fjólublár
Málmur: Tin
Steinar: Túrkís, tópas
Líkamshluti: Grindarhol, mjaðmir, læri
Frægir bogmenn: Guðrún Gísladóttir, Nostradamus, Maria Callas, Julie Harris, Hermann Gunnarsson, Jeff Bridges, Steven Spielberg, Woody Allan, Einar Kárason og Frank Sinatra.

Óla vinkona benti mér á þessa fínu síðu til að skoða stjörnumerkin
vel og vandlega..
Linkurinn á síðuna er http://www.thokki.is/Stjornumerkin/stjornumerkin.htm

Kv Arna Rut

nokkrar myndir frá 2006

Bara sætastur
Það var míkil gleði á gay pride í fyrra
Kata amma og Þóra Sóley, vorum í veislu og Þóra
var orðin svolítið þreytt..
Vigfús Bjarki komin heim loksins í nýju íbúðina
í fyrra og var með fína matalyst:)
Maríanna var að passa eitt skipti og var að svæfa Vigfús
Bjarka og Þóra var orðin svolítið þreytt að bíða..
Vigfús komin á spító, allur að koma til
Þóra Sóley að passa Vigfús Bjarka
þarna er hann á leið á spítalann..

October 25, 2007

speki "setning" dagsins

Fallin lauf grænka ekki á ný
"segir mamma"

October 24, 2007

!!!:)

Vigfús Bjarki í miklum samræðum við Maju ömmu sína
Þóra Sóley púslar bara á meðan...
Ingvar Már á slökkvuliðsæfingu
Vigfús Bjarki að róla
Vigfús Bjarki að leika úti á Sigló
Sísí amma og Vigfús Bjarki að gefa bíbí
Ingvar Már og Þóra sóley í grettukeppni....
Ég átti smá erfitt að opna þessa krús....

Speki "setning" dagsins

Með þrautsegjunni tekst hafinu alltaf að
lokum að mola harðasta steininn.
"Sagði mamma"

October 22, 2007

nokkrar úr myndasafni

Bjarki frændi að hjálpa Vigfúsi með pakkana
alltaf gott að fá hjálp, Andrea Líf fylgjist með
Steingerður,Þóra Sóley og Sandra Karen, eins og þið
sjáið er Spiderman þema í afmælinu hans V.Bjarka
Vigfús Bjarki smá feiminn þegar það er verið
að syngja fyrir hann afmælissöngin:)
Eyrún og Þóra með stafina sína sem þær bökuðu í skólanum