September 10, 2008

Dóttir mín bjó til þessa sögu á sínu fyrsta ári í skólanum 2007-2008

Ari flotti riddari
Ari flotti riddari kom til mín á föstudaginn þann 9 nóvember.
Strax eftir skóla fór ég,mamma,Eyrún og Óla vinkona mömmu í kringluna þannig að Ari beið útí bíl,mamma var svo hrædd um að við myndum týna honum að betra var að geyma hann útí bíl.Þegar við vorum búin í kringlunni fórum við heim til mín, ég og Eyrún fórum að leika okkur og Ari fylgdist með okkur. Svo var kominn matur og fékk Eyrún að borða hjá okkur ákvaðum við að hafa pizzu og videó matartíma og fékk Ari að borða og horfa með hann var bara voða glaður yfir því hann borðaði lítið en gat horft á myndina. Þegar við vorum búin að borða og horfa á myndina þá skutlaði mamma Eyrúnu heim og fór ég með þannig að pabbi passaði Ara og litla bróðir á meðan. Stutt eftir að við komum til baka fór ég að sofa og Ari líka.
Þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun fékk ég mér morgunmat og ég og Ari horfðum á barnaefnið saman,svo fórum við að perla. Þegar ég var búin að perla ákvaðum við mamma og Vigfús Bjarki að horfa á eina mynd og fá okkur popp en ég gat ekki klárað myndina því Harpa Sóley hringdi í mig og ég fór að leika við hana, mamma passaði Ara á meðan og fékk Ari sér lúr með Vigfús Bjarka litla bróðir mínum.
Ég kom heim um kvöldmatarleytið og fékk mér að borða og Ari líka hann var sko löngu vakanður, svo horfðum við á spaugstofuna en ég var orðin svo þreytt og Ari líka að við steinsofnuðum bara og sváfum lengi lengi..
Við vöknuðum svo á sunnudagsmorgun fengum okkur morgunmat og horfðum á barnaefnið, þegar það var búið hjálpaði Ari mér að taka til í herberginu mínu, ég var svo dugleg að ég gerði allt sjálf Ari var voða stoltur af mér. Svo um daginn fórum við í sunnudagskaffi til Bryndísar og Vals vinafólks mömmu og fengum skonsur,svala og ís.
Ég fór líka út að leika mér og beið Ari bara inni á meðan Steingerður litla fékk að hafa hann á meðan. Svo komum við heim allir borðuðu fiski, svo kláraði ég að læra og Ari hjálpaði mér og svo fórum við að sofa .
Það var rosa gama að hafa Ara flotta riddara og hlakka ég míkið til að hafa hann aftur og segi ég bara Ari minn góða skemmtun með næsta bekkjarvin.
Þín vinkona
Þóra Sóley