January 8, 2008

bank bank

Móabarð kallar Hraunbæ
Ég verð að segja ykkur svolítið, ég er búin að finna stjörnuspá fyrir 2008 og það sem ég veit að ykkur fannst stjörnuspáin í dag mjög skemmtileg og fróðleg verð ég auðvita að blogga 2008 út og redda ég því strax á morgun:)
Kv púkinn í Hafnarfirði

Stjörnuspáin í dag 8 janúar

Vatnsberi.
Það er ekki það sem gerist, heldur hvaða augum þú lítur það, sem hefur mest áhrif á framtíð þína. Þú munt muna vel atburði dagsins, sem skiptir meiru en atburðirnir sjálfir.
Fiskar.
Þig klæjar í fingurnar að upplifa eitthvað nýtt. Það gerist þegar þú þorir að fara nýja leið, opna forvitilega hurð og leita svara við spurningum sem þú hefur lengi velt fyrir þér.
Hrútur.
Þú finnur auðveldlega á þér hver mun hjálpa þér og hver ekki. Vertu því snöggur að taka ákvarðanir. Einhver sem þú treystir, líklega naut, mun ekki bregðast.
Naut.
Af hverju ættirðu að gera lítið úr draumum þínum? Leyfðu sjálfum þér að vaxa, sama hvað aðrir eru að bardúsa. Hrútur getur gefið þér góðar reglur að fylgja.
Tvíburar.
Þú ert segull á allt það besta sem lífið bíður upp á. Leyfðu þér að setja markið hærra en þú hefur gert undanfarið. Sérfræðingar geta lagt þér fínar línur fyrir lífið.
Krabbi.
Allt snýst um samband. Ef þú hefur gefið meira, mun það snúast núna við: þú færð að þiggja. Í kvöld verður ævintýrið villt og þú ennþá villtari.
Ljón.
Þú ert heilbrigður þegar þú getur tjáð þig almennilega. Gerðu að siði að skiptast á upplýsingum við fólkið í kringum þig.
Meyja.
Þótt aðrir sé kvíðafullir, þá stendur trú þín í vegi fyrir að þú sért hræddur. Þess vegna er þín þarfnast. Sýndu mikinn styrk. Sporðdreki og fiskur færa þér gæfu.
Vog.
Kaupið er fínt, en ef hjartað syngur ekki við vinnuna, skiptir það engu máli. Ef þú getur unnið og verið hamingjusamur um leið, skaltu ekki sættast á neitt minna.
Sporðdreki.
Persónuleg sambönd eru á réttu róli. Þokan minnkar við það að horfa um öxl. Og stuðið í kvöld virkar sem frábær tenging fyrir alla á staðnum.
Bogamaður.
Hvernig tjáirðu þig? Talarðu tungum? Í dag eru tjáningarhæfileikar þínir stórkostlegir og þú skilst á hvaða tungumáli og í hvaða menningarheimi sem er. Láttu allt vaða.
Steingeit.
Þær aðstæður sem gerður fæðingu þína að enstökum viðburði skapast á ný. Ef þér finnst þú einstök manneskja, þá hefurðu rétt fyrr þér. Njóttu þess.

Stjörnusp

January 7, 2008

fréttir

Það er allt gott að frétta hér í Hafnarfirði, Vigfús fór almennilega út í dag eftir tæpa 5 vikna inniveru:) Hann er allur að koma til, Þóra Sóley byrjaði í skólanum í en það var svolítið erfitt að vakna, eftir að hafi fengið að vaka og sofa út í tæpar 2 vikur eða svo. Ég er bara hress og kát er að snúast bara eftir jólin skila þessu, kaupa þetta og o.s.f sem er auðvita bara gaman að vissu leyti.. Ingvar er að byrja í skólanum á morgun og er hann að enda í vor hann fékk frábærar einkunnir úr önn 2 hann er svo klár og míkil snillingur. Ekkert annað er að frétta þannig séð og hef ég ekki meira að segja nema enn og aftur Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, hafið það sem allra best í dag, morgun og árið 2008.Móabarð 36 biður að heilsa í bili, knús og kossar
kv Arna Rut
P.s Það sem myndavélin okkar gufaði bara hreinlega upp á skemmtilegasta degi ársins "Aðfangadegi þá verður ekki míkið að nýjum myndum eins og er en erum við að vinna í þessu en á meðan verðið þið að sætta ykkur við eldri en skemmtilegar myndir:)

stelpur og strákar "þeir sem vilja taka það til sín:)"

Umboðsmaður Gogga á Íslandi bað mig að koma þessu til skila og auðvita stend ég við það og geri það hér með:)