October 20, 2007

Speki "setning" dagsins

Það lifir lengst í leyndum gæðum
"segir mamma"

Nýr Stigalisti kvenna:) og fréttir...

Stigalisti kvenna..
1.Sirrý 182 stig
2.Maja 145 stig
3.Ella 92 stig
4.Arna 85 stig
5.Helena 84 stig
6.Sísí 50 stig
7.Lóa 41 stig
8.Peta 26 stig
9.Þordís 21 atig
10.Hulda 10 stig
Var í öðru sæti í dag á Garðsmótinu og kom mér þar með í 4 sætið sem er líka landsliðssæti og verð ég þar með að standa mig á næstu 5 mótum.Til að halda mér í liðinu, og ekkert vesen með það...
Ég kom heim með bikar fyrir 2.sætið og platta fyrir hæsta útskot "118 út"
Ég er bestust.

October 19, 2007

speki "setning" dagsins

Það er mest gaman að eltast
við styggustu bráðina.
"sagði mamma"

October 18, 2007

Vinnufélagar:)

Ingvar Már og Haukur Már

Tannsi og fimmtudagur

Fór með stelpuna til tannsa í gær og það var allt í góðu lagi, svo fór ég líka og það var lagað pínu en ekkert stórt neitt. Var að keppa í gærkvöldi, mér gekk bara rosavel og gerði ég 13Q points ekkert smá ánægð með það, þurfti líka að fara bæta mig, vona bara að mér gangi eins vel á laugardaginn því það er stigamót þá svo helgina eftir það. Þið verðið að hugsa vel til mín á laugardaginn kemur sérstaklega þú Edda mín, mér gengur alltaf mjög vel þegar ég segi þér að hugsa vel til mín:) Annars var gærdagurinn fínn kíkti á Bryndísi eins og ég geri á hverjum degi "hehe" en það er líka alltaf jafn skemmtilegt, ég fæ líka að vera með skvísunni minni smá tíma á dag.

"Hef ekkert meira að segja nema hafið það sem allra best og farið vel með hvort annað"
kv Arna Rut

Speki "setning" dagsins

Allir stórlaxarnir voru einu sinni,
agnarsmá sæðisgrey.
"sagði mamma"

Speki "setning" dagsins

Stærsta sigurgangan hefst
með einu litlu skrefi.
"segir mamma"

Litli frændi..

Þetta er hann Viktor Breki,
nýjasti meðlimur fjölskyldunar þetta er semsagt sonur
Bjarka og Selmu.

October 16, 2007

speki "setnings" dagsins

Sannleikurinn hefur mörg andlit
segir mamma!!

October 15, 2007

Speki "setning" dagsins

Án stökkbreytinga værum við ennþá vesælt sjávargums
segir mamma.

October 14, 2007

Skemmtilegt Laugardagskvöld,leti sunnudagur

Í gær fórum við Ingvar á árshátið á Alcan í Straumsvík. Það var alveg geggjað salurinn var frábær boðið var upp á smá smakk og fordrykki áður en lengra var haldið með hátíðina, smakkaði einn fordrykk var hann voða fínn eitthvað sem ég má grenilega ekki drekka míkið af því þetta eina glas fór svo uppí heila að ég drakk vatn með matnum:) en jú fékk mér líka hvítvín, ég skipti við Tona vin hans Ingvars og hann fékk rauðvínið mitt. En hátíðin var bara ein snilld. Forrétturinn,millirétturinn og aðalrétturinn var tær snilld held að ég hef bara aldrei smakkað eins góðann mat á ævi minni,jú maturinn á carpi diem er geggjaður líka,skemmtiatriðin voru frábær og sá Björgvin Franz alveg um það að skemmta gestum, hann er mjög góður, það var happadrætti "vann ekki neitt ekki Ingvar heldur" en það gengur betur næst. En yfir heildina litið sé ég ekki eftir peningunum mínum í svona skemmtun. Kvöldið var bara í einni heild frábært, ég og Ingvar skemmtum okkur ekkert smá vel og allir voru bara kátir. Bryndís vinkona var að passa og var ég viss um að hún myndi bara aldrei passa fyrir mig aftur því drengurinn hafi bara gert hana brjálaða en NEI allt gekk eins og í sögu, ekkert vesen og svo komu mamma og pabbi, og tóku við af henni. Þannig að Bryndís passar fyrir mig aftur held ég:) Dagurinn í dag var bara leti dagur og var bara hangið, strákurinn var að horfa á teiknimyndir með pabba sínum:),Þóra Sóley var heima hjá Bjarka að snúllast í kringum Viktor Breka og var hún sátt við það og er strax farin að spyrja hvenar hún megi lúlla hjá Viktori Breka, Bjarka og Selmu. Ég sagði henni það bara að það þyrfti að bíða betri tíma þegar litli yrði stærri. Jæja ég ætla að fara horfa á dart á netinu og sjá hvernig heimsmeistaramótið fór í Hollandi, ég er búin að vera fylgjast vel með og vill vera einhvern tímann eins góð og þessar konur eru þarna:)
Bið að heilsa ykkur í bili og Ingvar biður að heilsa ykkur líka.
Kv Arna Rut