Í gær fórum við Ingvar á árshátið á Alcan í Straumsvík. Það var alveg geggjað salurinn var frábær boðið var upp á smá smakk og fordrykki áður en lengra var haldið með hátíðina, smakkaði einn fordrykk var hann voða fínn eitthvað sem ég má grenilega ekki drekka míkið af því þetta eina glas fór svo uppí heila að ég drakk vatn með matnum:) en jú fékk mér líka hvítvín, ég skipti við Tona vin hans Ingvars og hann fékk rauðvínið mitt. En hátíðin var bara ein snilld. Forrétturinn,millirétturinn og aðalrétturinn var tær snilld held að ég hef bara aldrei smakkað eins góðann mat á ævi minni,jú maturinn á carpi diem er geggjaður líka,skemmtiatriðin voru frábær og sá Björgvin Franz alveg um það að skemmta gestum, hann er mjög góður, það var happadrætti "vann ekki neitt ekki Ingvar heldur" en það gengur betur næst. En yfir heildina litið sé ég ekki eftir peningunum mínum í svona skemmtun. Kvöldið var bara í einni heild frábært, ég og Ingvar skemmtum okkur ekkert smá vel og allir voru bara kátir. Bryndís vinkona var að passa og var ég viss um að hún myndi bara aldrei passa fyrir mig aftur því drengurinn hafi bara gert hana brjálaða en NEI allt gekk eins og í sögu, ekkert vesen og svo komu mamma og pabbi, og tóku við af henni. Þannig að Bryndís passar fyrir mig aftur held ég:) Dagurinn í dag var bara leti dagur og var bara hangið, strákurinn var að horfa á teiknimyndir með pabba sínum:),Þóra Sóley var heima hjá Bjarka að snúllast í kringum Viktor Breka og var hún sátt við það og er strax farin að spyrja hvenar hún megi lúlla hjá Viktori Breka, Bjarka og Selmu. Ég sagði henni það bara að það þyrfti að bíða betri tíma þegar litli yrði stærri. Jæja ég ætla að fara horfa á dart á netinu og sjá hvernig heimsmeistaramótið fór í Hollandi, ég er búin að vera fylgjast vel með og vill vera einhvern tímann eins góð og þessar konur eru þarna:)
Bið að heilsa ykkur í bili og Ingvar biður að heilsa ykkur líka.
Kv Arna Rut
1 comment:
u ert sko bara fallegust elskan mín og gott þið skemmtuð ykkur vel:)
kv, Edda Henný
Post a Comment