November 5, 2007

tannlaus,landsliðið og annað...

Jæja þá er stelpan loksins búin að missa sína fyrstu tönn, er búið að taka svo langan tíma að við vorum farin að halda að hún færi ekki neitt en þetta tókst, hún er voða ánægð og hlakkar svo til að vakna í fyrramálið og sá hvað tannálfurinn gefur henni:)
Heyrðu ég er ennþá inni í landsliðinu og hef staðið mig vel í pílunni ég er voða stolt af mér og núna þarf ég að standa mig á þremur mótum í viðbót til að koma mér til Finnlands...
Ingvar er að brillera í skólanum kom heim með 2 einkannir í dag 8,6 og 9 í efnafræði og verkfræði sem er auðvita bara snilld..
Vigfús Bjarki er bara hress og kátur... farinn að pissa í kopp og er duglegur að borða loksins..
það er oft míkið strögl að gefa honum að borða en það er allt að lagast
Þannig að í Hafnó eru allir hressir og kátir...
Og segjum við bara hafið það sem allra best
þangað til næst Kv Móabarð36




3 comments:

Anonymous said...

það er gott að allt gengur vel hjá ykkur elskurnar mínar:) svo er ég á leiðinni að kíkka til ykkar þarf að sjá Þóru Sóley tannlausu og Vigfús Spiderman á koppnum...;)
Edda Henný

Anonymous said...

taka mynd taka mynd...mig langar að sjá :-) og hvað kemur tannálfurinn með í heimsókn?
knús og kossar.
ameríkufarinn marianna

krakkatrio.blogspot.com said...

þetta kemur soldið út eins og "tannlausa landsliðið" ha ha ha koss og knús á tannlausu vinkonu mína og koppastubbinn minn ;o*