Það er allt gott að frétta hér í Hafnarfirði, Vigfús fór almennilega út í dag eftir tæpa 5 vikna inniveru:) Hann er allur að koma til, Þóra Sóley byrjaði í skólanum í en það var svolítið erfitt að vakna, eftir að hafi fengið að vaka og sofa út í tæpar 2 vikur eða svo. Ég er bara hress og kát er að snúast bara eftir jólin skila þessu, kaupa þetta og o.s.f sem er auðvita bara gaman að vissu leyti.. Ingvar er að byrja í skólanum á morgun og er hann að enda í vor hann fékk frábærar einkunnir úr önn 2 hann er svo klár og míkil snillingur. Ekkert annað er að frétta þannig séð og hef ég ekki meira að segja nema enn og aftur Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, hafið það sem allra best í dag, morgun og árið 2008.Móabarð 36 biður að heilsa í bili, knús og kossar
kv Arna Rut
kv Arna Rut
P.s Það sem myndavélin okkar gufaði bara hreinlega upp á skemmtilegasta degi ársins "Aðfangadegi þá verður ekki míkið að nýjum myndum eins og er en erum við að vinna í þessu en á meðan verðið þið að sætta ykkur við eldri en skemmtilegar myndir:)
1 comment:
Þið hafið hent henni, með hinu jóladraslinu, sem sagt slaufum og pappír :-) Pappírinn er víst ekki lengur sparaður og straujaður, eins og í gamladaga.
En knús og kossar, og ef ég fæ mér myndarvél áður en þið, þá megið þið eiga mínu gömlu, hún alla vega skilar myndum.
kv.
Hawaii frænkan.
Post a Comment